Innlent

Flosi hættur

Flosi Eiríksson
Flosi Eiríksson

Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Flosi tók sæti í bæjarstjórn árið 1998 og var áður varamaður í fjögur ár.

Flosi segir ákvörðun sína á engan hátt tengjast rannsókn á starfsaðferðum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, hvar hann sat í stjórn, tólf áru séu einfaldlega nægur tími. „Allt of margir líta orðið á bæjarfulltrúastarfið sem aðalstarf og ég hef áhyggjur af þeirri þróun. Þannig er hætta á því að menn missi tengsl við fólkið í bænum.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×