Erlent

Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó

MYND/AP
Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×