Enski boltinn

Hvað gera ensku liðin í janúar?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hvað fær Robinho marga nýja liðsfélaga í janúar.
Hvað fær Robinho marga nýja liðsfélaga í janúar.

Félagaskiptaglugginn opnaði í dag og verður opinn út mánuðinn. BBC tók saman við hverju megi búast hjá ensku liðunum í janúar.

Arsenal

Peningar til að eyða: 20-30 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Miðjumann og sterkan miðvörð, sérstaklega ef William Gallas verður seldur. Þurfa leiðtoga.

Hverja gætu þeir keypt? - Miðjumennirnir Xabi Alonso (Liverpool) og Yaya Toure (Barcelona) hafa verið orðaðir við félagið og einnig Andrei Arshavin frá Zenit í Pétursborg. Varnarmenn sem gætu komið til greina eru Matthew Upson (West Ham), Brede Hangeland (Fulham), Philippe Mexes (Roma), Giorgio Chiellini (Juventus) og Steven Mouyokolo (Boulogne).

Hverjir gætu verið seldir? - Óvissa er um framtíð Gallas, Kolo Toure, Emmanuel Eboue og Nicklas Bendtner. Ungir leikmenn fara á lánssamningum.

Aston Villa

Peningar til að eyða: 10-15 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Sterkan sóknarmann til að vega upp á móti hinum snöggu Ashley Young og Gabriel Agbonlahor. John Carew er meiddur og óvíst hvenær hann verður til í slaginn aftur.

Hverja gætu þeir keypt? - Sögusagnir eru í gangi um að Villa sé að íhuga að bjóða í Jermain Defoe hjá Portsmouth og Emile Heskey hjá Wigan. Ef það skilar ekki árangri gæti liðið reynt við Darren Bent hjá Tottenham eða Kevin Doyle hjá Reading.

Hverjir gætu verið seldir? - Real Madrid vill Ashley Young en Villa ætlar ekki að sleppa honum. Marlon Harewood hefur mátt verma varamannabekkinn og er orðaður við Stoke og West Brom.

Blackburn

Peningar til að eyða: Um 25 milljónir punda ef Roque Santa Cruz fer en annars eitthvað miklu minna.

Hvað þurfa þeir? - Skapandi miðjumann, hægri kantmann og sóknarmann ef Santa Cruz fer.

Hverja gætu þeir keypt? - Varnarmaðurinn Nedum Onuoha gæti komið ef Santa Cruz fer til Manchester City. Sam Allardyce horfir einnig til fyrrum lærisveina sinna hjá Bolton; Kevin Davies, Kevin Nolan og El-Hadji Diouf.

Hverjir gætu verið seldir? - Santa Cruz er talinn líklegur til að yfirgefa Ewood Park. Bakvörðurinn Stephen Warnock gæti einnig verið á förum.

Bolton

Peningar til að eyða: 8 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Miðvörður er efstur á óskalistanum.

Hverja gætu þeir keypt? - Bolton er eitt af þeim ensku liðum sem vill fá Christophe Berra varnarmann Hearts. Mark Beevers hjá Sheffield Wednesday er einnig á óskalistanum. Gary Megson er mikill aðdáandi Jimmy Bullard og gæti reynt að fá hann.

Hverjir gætu verið seldir? - Sam Allardyce vill fá Kevin Davies og Kevin Nolan til Blackburn. Nicky Hynt og Heiðar Helguson hafa verið lánaðir og eiga sér ekki framtíð á Reebok Stadium virðist vera.

Chelsea

Peningar til að eyða: Ef rétti leikmaðurinn býðst þá mun Roman Abramovich opna veskið.

Hvað þurfa þeir: Félagið vill vera rólegt á leikmannamarkaðnum. Talið er að Luiz Felipe Scolari vilji þó fá varnarmann og sóknarmann.

Hverja gætu þeir keypt? - Tuncay (Middlesbrough) og Amr Zaki (Wigan) hafa verið nefndir til sögunnar og einnig Andrei Arshavin (Zenit). Wagner Love (CSKA Moskva) og Luis Fabiano (Sevilla) eru ekki ólíkleg skotmörk. Chelsea er að tryggja sér sóknarmanninn Orlando Sa frá Braga og þá hefur nafn Michael Owen einnig skotist í umræðuna en ólíklegt er að hann færi sig frá Newcastle nú í janúar.

Hverjir gætu verið seldir? - Alex vill komast frá Stamford Bridge en Scolari vill halda honum. Ivanovic hefur verið orðaður við Inter, Manchester City vill Wayne Bridge, Ben Sahar gæti verið á leið til Utrecht og Scott Sinclair er líklega á leið á lánssamningi. Paulo Ferreira gæti verið á leið burt og einnig markvörðurinn Carlo Cudicini sem orðaður hefur verið við Tottenham.,

Everton

Peningar til að eyða: Þurfa að selja til að kaupa.

Hvað þurfa þeir? - Þurfa nauðsynlega sóknarmann.

Hverja gætu þeir keypt? - Michael Owen hefur verið nefndur til sögunnar en er ólíklegur. Wagner Love gæti verið á óskalistanum og einnig Mamadou Niang. David Nugent er samt kannski raunhæfasta skotmark Everton.

Hverjir gætu verið seldir? - Vinstri bakvörðurinn Leighton Baines er líklegur til að fara. Hefur ekki náð að festa sig í sessi síðan hann var keyptur frá Wigan 2007. Newcastle vill fá Baines.

Fulham

Peningar til að eyða: 5 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Miðjumann og miðvörð, ef Hangeland fer.

Hverja gætu þeir keypt? - Kagiso Dikgacoi miðjumaður frá Suður-Afríku kemur ef hann fær atvinnuleyfi. Miðjumaðurinn Benjamin Huggel (Basel) og varnarmaðurinn Christophe Berra (Hearts) eru einnig á óskalistanum.

Hverjir gætu verið seldir? - Hangeland er á óskalista margra liða og þá verður erfitt fyrir Fulham að halda Jimmy Bullard.

Hull City

Peningar til að eyða: 5-10 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Sóknarmann og skapandi miðjumann.

Hverja gætu þeir keypt? - Hull gæti reynt að semja um Marlon King og Kamil Zayatta sem eru hjá félaginu á lánssamningum. Phil Brown gæti reynt aftur við Frazier Campbell sóknarmann Manchester United.

Hverjir gætu verið seldir? - Varnarmaðurinn Wayne Brown, miðjumennirnir Bryan Hughes og Ryan France og markvörðurinn Tony Warner eru falir fyrir rétta upphæð.

Liverpool

Peningar til að eyða: Ólíklegt að Benítez fái mikinn pening til leikmannakaupa.

Hvað þurfa þeir? - Hágæða bakverði. Alvaro Arbeloa er ósannfærandi og þeir Andrea Dossena og Phillip Degen hafa ekki fundið sig í enska boltanum. Liverpool gæti einnig þurft hægri kantmann.

Hverja gætu þeir keypt? - Emile Heskey hjá Wigan hefur verið nefndur en hann er þó ekki vinsæll meðal stuðningsmanna. Glen Johnson hjá Portsmouth er einnig nefndur. Aaron Lennon hjá Tottenham og Axel Witsel hjá Standard Liege.

Hverjir gætu verið seldir? - Benítez væri alveg til í að fá pening fyrir að losa sig við Jermaine Pennant. Þá gæti Yossi Benayoun einnig verið falur.

Manchester City

Peningar til að eyða: 40-80 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Sóknarmaður, varnarsinnaður miðjumaður og vinstri bakvörður eru forgangsatriði Mark Hughes.

Hverja gætu þeir keypt? - Hvar á að byrja? Kaka, Fernando Torres og Gianluigi Buffon hafa allir verið orðaðir við City en það má þó ekki búast við neinum ofurstjörnum fyrr en næsta sumar. Roque Santa Cruz (Blackburn), Craig Bellamy (West Ham) og Wayne Bridge (Chelsea) eða Stephen Warnock (Blackburn) eru líklegri til að mæta til leiks í Manchester.

Hverjir gætu verið seldir? - Brasilíski miðjumaðurinn Elano er kominn út í kuldann og landi hans Jo hefur ekki fundið sig. Þá er lánssamningur Nery Castillo að renna út en hann fann sig ekki í Manchester.

Manchester United

Peningar til að eyða: Sir Alex Ferguson er með 20 milljónir punda til leikmannakaupa en hyggst hinsvegar ekki nota þann pening.

Hvað þurfa þeir? - Hvernig bætir maður lið sem vann ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina og HM félagsliða á árinu 2008?

Hverja gætu þeir keypt? - Ekki er vitað hvort Carlos Tevez verði endanlega keyptur til félagsins. United hefur verið í viðræðum við Zoran Tosic, kantmann Partizan Belgrad.

Hverjir gætu verið seldir? - Markvörðurinn Ben Foster þarf að spila reglulega til að eiga möguleika á landsliðssæti. Tevez hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester City.

Middlesbrough

Peningar til að eyða: Þurfa að selja til að kaupa.

Hvað þurfa þeir? - Styrkja miðsvæðið.

Hverja gætu þeir keypt? - Serbinn Nemanja Matic hefur verið hjá félaginu til reynslu.

Hverjir gætu verið seldir? - Nokkrir lykilmenn hafa verið orðaðir við önnur lið. Stewart Downing er eftirsóttur og er meðal annars á óskalista Tottenham. Tuncay hefur verið orðaður við Chelsea.

Newcastle

Peningar til að eyða: Um 12 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Joe Kinnear ætlar að bæta tveimur leikmönnum í hópinn í janúar, annar þeirra verður líklega vinstri bakvörður.

Hverja gætu þeir keypt? - John Arne Riise hefur verið undir smásjá Kinnear og þá hafa Matthew Upson (West Ham) og Stephen Warnock (Blackburn) einnig verið nefndir.

Hverjir gætu verið seldir? - Ekki Michael Owen miðað við yfirlýsingar sem hafa verið gefnar út. Charles N´Zogbia, Joey Barton og Nicky Butt hafa allir verið orðaðir við önnur lið.

Portsmouth

Peningar til að eyða: Í lágmarki þrátt fyrir söluna á Lassana Diarra til Real Madrid.

Hvað þurfa þeir? - Halda þeim lykilmönnum sem eru eftir. Hægri kantmaður og miðjumaður væru velkomnir.

Hverja gætu þeir keypt? - Ekki er búist við að fleiri en einn nýr leikmaður mæti á Fratton Park. Tony Adams hefur þegar tryggt sér Nadir Belhadj, Yohann Pele markvörður Le Mans hefur verið orðaður við félagið og þá er Adams með augastað á ungum varnarmanni í herbúðum Chelsea, Jack Cork.

Hverja gætu þeir selt? - Stuðningsmenn Portsmouth vona innilega að Glen Johnson, Peter Crouch og Jermain Defoe elti Diarra ekki út um dyrnar. David Nugent og Lauren eru einnig í leit að nýjum liðum og Hermann Hreiðarsson vill komast burt. Ef lækka þarf launakostnaðinn er líklegt að Kanu eða Sol Campbell hverfi á braut.

Stoke

Peningar til að eyða: 5-8 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Sóknarmann, vængmann, skapandi miðjumann og miðvörð.

Hverja gætu þeir keypt? - Joe Ledley, vængmaður Cardiff, gæti komið en Stoke gerði misheppnaða tilraun til að fá hann síðasta sumar. Andrew Surman (Southampton) og Miles Addison (Derby) hafa einnig verið orðaðir við liðið. Stoke vill fá Tommy Smith (Watford) eða Marlon Harewood (Aston Villa) í sóknina. Haminu Damani, miðjumaður frá Gana, gæti einnig komið.

Hverja gætu þeir selt? - Dave Kitson hefur enn ekki skorað síðan hann kom frá Reading síðasta sumar. Þá gætu Andy Wilkinson og Carl Dickinson verið á förum.

Sunderland

Peningar til að eyða: Ricky Sbragia hefur fengið loforð um að fá peninga til leikmannakaupa. Hann fær líklega ekki sömu upphæð til þess og Roy Keane fékk.

Hvað þurfa þeir? - Vörn og miðja eru forgangsatriði þegar kemur að því að styrkja liðið.

Hverja gætu þeir keypt? - Matthew Upson gæti verið á leið frá West Ham og þá hefur ungur leikmaður Leeds, Fabian Delph, verið orðaður við Sunderland. Jimmy Bullard og Djibril Cisse hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Michael Chopra er á leið til baka úr láni.

Hverja gætu þeir selt? - Kieran Richardson hefur verið orðaður við Bolton en talið er þó ólíklegt að hann sé á förum.

Tottenham

Peningar til að eyða: 15-20 milljónir punda.

Hvað þurfa þeir? - Sóknarmann, miðvörð, bakvörð, vinstri kantmann og markvörð.

Hverja gætu þeir keypt? - Jermain Defoe, Glen Johnson, Niko Kranjcar og Sylvain Distin sem eru leikmenn Portsmouth gætu vel verið til í að endurnýja kynni sín af Harry Redknapp. Stewart Downing (Middlesbrough), Emile Heskey (Wigan), Brede Hangeland og Jimmy Bullard (Fulham), Matthew Upson (West Ham), Carlo Cudicini (Chelsea) og Fernando Cavenaghi (Bordeaux).

Hverja gætu þeir selt? - Juande Ramos, stjóri Real Madrid, er sagður hafa áhuga á Didier Zokora, Aaron Lennon og David Bentley. Þá er líklegt að Ricardo Rocha, Adel Taarabt og Kevin Prince-Boateng.

West Brom

Peningar til að eyða: Enginn.

Hvað þurfa þeir? - Mann sem getur skorað mörk.

Hverja gætu þeir keypt? - Botnliðið gæti reynt að fá Marlon Harewood frá Villa eða leikmann á lánssamningum. Carlos Vela og Jay Simpson hjá Arsenal hafa þar verið nefndir. Brian Stock miðjumaður Doncaster gæti einnig komið.

Hverja gætu þeir selt? - Vinstri bakvörðurinn Paul Robinson er á óskalista Celtic.

West Ham

Peningar til að eyða: Enginn.

Hvað þurfa þeir? - Janúar mun snúast um að West Ham missir leikmenn en kaupir enga í staðinn.

Hverja gætu þeir keypt - Gianfranco Zola fær ekki fé til leikmannakaupa og verður því að skoða möguleika á lánssamningum. Zola hefur víst áhuga á Sebastian Goivinco, miðjumanni Juventus.

Hverja gætu þeir selt? - Stuðningsmenn West Ham eru hræddir við að missa alla helstu leikmenn liðsins. Craig Bellamy, Dean Ashton, Scott Parker, Lee Bowyer, Nigel Quashie, Luis Boa Morte, Matthew Upson og Danny Gabbidon hafa allir verið orðaðir við önnur lið.

Wigan

Peningar til eyða: Fer erftir því hvort Emile Heskey verði seldur núna í janúar.

Hvað þurfa þeir? - Sóknarmann ef Heskey fer.

Hverja gætu þeir keypt? - Kevin Doyle sóknarmaður Reading, Marko Pantelic (BSC Berlin) og ekvadorski sóknarmaðurinn Christian Benítez (Santos Laguna) hafa allir verið orðaðir við Wigan. Einnig er talið að Steve Bruce vilji fá Nicky Butt og þá er hann að krækja í kólumbíska sóknarmanninn Hugo Rodallega.

Hverja gætu þeir selt? - Chris Kirkland, Luis Antonio Valencia og Palacios hafa allir verið orðaðir við önnur lið. Þá er frámtíð Amr Zaki einnig í óvissu en hann er hjá Wigan á lánssamningi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×