Innlent

Aðkoma erlendra sérfræðinga að bankahruninu aukin

Ragna Árnadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Gylfi Magnússon
Ragna Árnadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Gylfi Magnússon

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu að þinglok yrðu ekki í þessari viku. Hún sagði að fyrir þinginu lægju á bilinu 35 til 38 óafgreidd mál og af þeim væru 22 í forgangi.

Hún sagðist hafa trú á því að það tækist að klára þau mál áður en þingi yrði slitið sem hún bjóst við að yrði eftir næstu viku. Jóhanna sagði einnig að það mál sem hvað erfiðast sé að ná samstöðu um séu breytingar á stjórnarskrá.

Jóhanna sat fundinn ásamt þeim Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra.

Í máli Jóhönnu kom einnig fram að á ríkisstjórnarfundi í morgun hafi verið farið frekar yfir verksvið Evu Joly ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í rannsókn á bankahruninu.

Hún sagði einnig að auka ætti aðkomu erlendra sérfræðinga að rannsókninni á bankahruninu. Föstum starfsmönnum verður einnig fjölgað hjá sérstökum saksóknara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×