Enski boltinn

N´Zogbia segist á leið frá Newcastle

N´Zogbia er 22 ára gamall og hefur verið hjá Newcastle síðan 2004
N´Zogbia er 22 ára gamall og hefur verið hjá Newcastle síðan 2004 NordicPhotos/GettyImages

Kantmaðurinn Charles N´Zogbia hjá Newcastle segist hafa hug á því að yfirgefa félagið. Hann segir að Arsenal, Aston Villa og Tottenham hafi öll sett sig í samband við umboðsmann sinn en vill helst fara til Arsenal.

"Ég er á krossgötum um þessar mundir. Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við Tottenham og Aston Villa og mér skilst að Arsenal hafi líka áhuga. Ég vil helst fara til Arsenal, en þetta eru allt fín félög," var haft eftir Frakkanum í L´Equipe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×