Enski boltinn

Palacios er á leið til Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Tottenham og Wigan hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda liðsins á Hondúrasmanninum Wilson Palacios fyrir um 14 milljónir punda. Palacios hefur samið um kaup og kjör og vantar nú aðeins atvinnuleyfi til að klára dæmið.

Hinn 24 ára gamli Palacios hefur verið hjá Wigan í eitt ár eftir að hafa komið frá Deportivo Olimpia fyrir eina milljón punda, en hann var á þriggja og hálfs árs samningi hjá Wigan. Hann var áður sem lánsmaður hjá Steve Bruce þegar hann var stjóri Birmingham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×