Enski boltinn

Downing er of góður fyrir Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Gareth Southgate knattspyrnustjóri Middlesbrough segir að það yrði ekki skref upp á við fyrir kantmanninn Stewart Downing ef hann færi til félags eins og Tottenham.

Tottenham hefur verið orðað við hinn 24 ára gamla Downing allar götur síðan árið 2005, en Middlesbrough neitaði kauptilboði frá Lundúnafélaginu síðast fyrir nokkrum dögum.

Southgate segist ekki vilja sjá á eftir leikmanni sínum, en ef svo þurfi að verða, væri betra að sjá hann stefna hærra.

"Ég er ekki viss um að það sé okkur eða Downing í hag að hann fari til félags eins og Tottenham. Ég sé fyrir mér að hann geti stefnt hærra. Með því er ég ekki að gera lítið úr Tottenhamk," sagði Southgate.

Hann segir að staðan væri ef til vill önnur ef Middlesbrough væri ekki í fallhættu eins og raun ber vitni. ""Ef við værum með sjö stigum meira í deildinni hefðum við kannski skoðað að selja hann, en það er ekki hægt að fá mann í stað hans á þessum tíma árs," sagði Southgate.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×