Enski boltinn

Aðgerðin á Van Persie heppnaðist vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Persie sést hér þjáður eftir tæklinguna sem sendi hann á sjúkralistann.
Van Persie sést hér þjáður eftir tæklinguna sem sendi hann á sjúkralistann.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að aðgerð Hollendingsins Robin Van Persie hafi heppnast vel. Þess er samt langt að bíða að hann snúi aftur út á völlinn.

Van Persie verður frá keppni í að minnsta kosti fjóra mánuði en hann meiddist á ökkla í vináttulandsleik Hollands og Ítalíu.

Hinn ungi vinstri bakvörður, Kieran Gibbs, verður frá í þrjá mánuði en hann þurfti einnig að fara í aðgerð.

Bacary Sagna er aftur á móti búinn að jafna sig á sínum meiðslum og verður klár í slaginn gegn Stoke um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×