Innlent

Ungmenni ákærð fyrir að ræna leigubílstjóra og skera mann

Piltarnir rændu leigubílstjóra og höfðu þúsund krónur upp úr krafsinu.
Piltarnir rændu leigubílstjóra og höfðu þúsund krónur upp úr krafsinu.

Tveir piltar hafa verið ákærðir fyrir að ræna leigubílstjóra í júlí á síðasta ári. Piltarnir eru sautján og átján ára gamir. Þeir slógu leigubílstjórann ítrekað í andlitið auk þess sem lögðu hníf að hálsi hans og hótuðu að drepa hann. Höfðu þeir þúsund krónur upp úr krafsinu auk farsíma leigubílstjórans.

Þá er eldri pilturinn einnig ákærður fyrir hylmingu með því að hafa tekið við rúmum 200 þúsund krónum á bankareikning sinn af óþekktum aðila, vitandi að peningarnir væru til komnir vegna svika. Sjálfur hélt hann eftir 120 þúsund krónum fyrir greiðann. Þá fundust lítilræði af fíkniefnum í fórum hans.

Sá yngri var einnig ákærður fyrir að hafa stolið súkkulaði og kexpakka auk þess sem hann tók samlokur ófrjálsri hendi. Þá er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa skallað lögreglumann við skyldustörf. Að lokum er hann ákærður fyrir að hafa lagt til annars manns vopnaður hnífi. Fórnalambið skar hann á handabaki.

Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×