Enski boltinn

Torres telur Man Utd sigurstranglegast

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, telur að Manchester United sé sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigurinn á Chelsea. Liverpool er með fimm stiga forystu á United sem á hinsvegar tvo leiki til góða.

„Þeir eru líklegastir. Þeir eru núverandi meistarar og hafa sýnt það á undanförnum árum hve kraftmiklir þeir eru. Þeir eiga tvo leiki til góða og geta komist á toppinn ef þeir vinna þá," sagði Torres.

„Við vitum að við eigum eftir að fara á Old Trafford og eigum einnig eftir að mæta Arsenal og Chelsea. Við verðum að berjast allt til loka. Leikurinn á Old Trafford gæti orðið mikilvægur í tilbaráttunni," sagði Torres en sá leikur verður um miðjan mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×