Enski boltinn

Ferreira úr leik hjá Chelsea

Nordic Photos/Getty Images

Varnarmaðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea getur ekki spilað meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hafa skaddað krossbönd í hné.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Chelsea þó portúgalski bakvörðurinn hafi ekki átt fast sæti í liðinu í vetur.

Ferreira gekk í raðir Chelsea frá Porto árið 2004 og er þriðji leikmaður liðsins sem meiðist illa á hné á leiktíðinni. Joe Cole kemur heldur ekki meira við sögu á leiktíðinni og Michael Essien er rétt að ná sér eftir sex mánaða fjarveru vegna hnémeiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×