Innlent

Ætlar í mál við Ríkisútvarpið

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri. Mynd/GVA
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri. Mynd/GVA

Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings af deilum hans við Frjálslynda flokkinn um fjárframlög frá Reykjavíkurborg. Ólafur kvaddi sér hljóðs á borgarstjórnarfundi á þriðjudag og kynnti þessi áform sín.

Málið snýst um inngang fréttar, þar sem sagt var að Ólafur hefði í heimildarleysi látið leggja framlag ætlað Frjálslynda flokknum inn á reikning í eigin eigu. Með þessu telur Ólafur að fréttastofan hafi þjófkennt hann. „Þetta er dropinn sem fyllir mælinn," segir Ólafur, sem telur RÚV ítrekað hafa sýnt honum vanvirðingu í fréttaflutningi. - sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×