Innlent

Halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum í dag

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar munu koma saman til fundar síðdegis í dag til að halda áfram viðræðum um nýjan stjórnarsáttmála.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að viðræður flokkanna gengu vel. Sérstakir starfshópar um einstök mál hefðu tekið til starfa og þeim hópum ætti eftir að fjölga. Hann viðurkenndi að Evrópumálin væru stjórninni erfiðust en reiknaði með að samkomulag næðist í þeim efnum.

Steingrímur sagðist ekki gera kröfu um forsætisráðherrastólinn og hefði aldrei sett slíkar kröfur fram, þótt hann útilokaði það embætti ekki í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×