Enski boltinn

Áflog á æfingu hjá Newcastle

Charles N´Zogbia
Charles N´Zogbia NordicPhotos/GettyImages

Liðsfélagarnir Andy Carroll og Charles N´Zogbia slógust á æfingu hjá Newcastle í gærkvöldi eftir því sem fram kemur í breskum fjölmiðlum í morgun.

Áflogin brutust út eftir saklaust samstuð þeirra og sagt er að félagar þeirra hafi oftar en einu sinni þurft að ganga í milli.

Talsmaður Newcastle gerir lítið úr atvikinu og bendir á að það sé ekkert nýnæmi að menn takist hart á við æfingar.

Daily Mail bætti um betur og sagði að N´Zogbia hefði unnið bardaga þeirra á stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×