Vill fá peningana en ekki jólahlaðborðið 24. nóvember 2009 06:00 Heiðrún Ólafsdóttir Vill fá peningana sem kostar að bjóða henni með maka í jólahlaðborð og nota þá á skynsamlegri hátt.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira