Vill fá peningana en ekki jólahlaðborðið 24. nóvember 2009 06:00 Heiðrún Ólafsdóttir Vill fá peningana sem kostar að bjóða henni með maka í jólahlaðborð og nota þá á skynsamlegri hátt.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
„Ég skrifa þetta bréf til forstjórans vegna þess að ég er ósátt við að það sé verið að lækka launin okkar, þótt það sé aðeins tímabundið, þegar það er hægt að eyða í vitleysu eins og þennan jólamat,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Heiðrún skrifaði í síðustu viku Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, opið bréf, þar sem hún segir fráleitt að fyrirtækið bjóði starfsmönnum og mökum þeirra í jólahlaðborð á sama tíma og ekki sé hægt að greiða umsamin laun. „Í stað þess að þiggja hátíðarkvöldverð vil ég heldur biðja þig um að leggja þá upphæð sem áætlað er að jólahlaðborðið kosti fyrir einn starfsmann og gest a reikning minn númer…,“ skrifar hún Hjörleifi og afþakkar boð í hlaðborðið. Jólahlaðborði Orkuveitunnar er skipt niður á nokkur kvöld og verður haldið í höfuðstöðvum fyrirtækisins sjálfs næstu helgar. Aðspurð segist Heiðrún ekki vita hvað hátíðarhöldin kosti en ljóst sé að um verulegar upphæðir sé að ræða hjá svo fjölmennu fyrirtæki. „Það er alveg hægt að gera sér dagamun fyrir minni pening og það er líka hægt að segja: Nú eigum við ekki peninga og þá gerum við okkur ekki dagamun en gerum það seinna þegar betur gengur,“ útskýrir hún sjónamið sín. Heiðrún kveðst enn ekki hafa fengið svar frá forstjóranum. Spurð um viðbrögð samstarfsmanna segir hún þau hafa verið misjöfn. „Þau eru allt frá því að fólk segist vera hjartanlega sammála yfir í það að finnast ég vera með dónaskap og skæting.“ Heiðrún segist gera sér grein fyrir að bréf hennar muni ekki breyta áætlunum Orkuveitunnar um jólahlaðborðið. „En ég gæti sjálf notað þennan pening í eitthvað sem mér finnst vera skynsamlegra,“ ítrekar hún. Ekki fékkst samtal við Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, vegna þessa máls. „Þetta er tölvupóstur starfsmanns til síns forstjóra og það er ekki venjan að ræða ábendingar einstakra starfsmanna við þá í fjölmiðlum. Hann ræðir þetta einfaldlega við viðkomandi starfsmann,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Aðspurður segir Eiríkur ekki venju að deila starfsmannakostnaði á borð við jólahlaðborð niður á hvern og einn. „Þetta er ekki fé sem er til útgreiðslu.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira