Fylgist með þessum 2009 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2009 18:00 Ian Wright, fyrrum markahrókur og núverandi pistlahöfundar The Sun, hefur tekið saman nöfn níu ungra enskra leikmanna sem eru líklegir til að springa út á því ári sem nú er hafið. Joe Lewis (21. árs, Peterborough)„Eins og allir aðrir þá var ég hissa þegar Fabio Capello valdi hann í landsliðshópinn fyrir tvo æfingaleiki síðasta sumar. Það eru ekki margir efnilegir markverðir á leiðinni svo það er mikilvægt að hlúa vel að þeim sem við eigum. Hefur verið mikilvægur hjá Peterborough á tímabilinu þó hann hafi átt erfiða byrjun."Michael Mancienne (20 ára, Chelsea)„Hefur mikla hæfileika og var því valinn í enska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi. Hann hefur hraða og svo virðist sem hann geti líka lesið leikinn vel. Hann hefur verið að gera góða hluti hjá Úlfunum þar sem hann hefur verið á láni. Mjög spennandi varnarmaður.Nedum Onuoha (22 ára, Manchester City)„Er þegar farinn að vekja athygli en ég held að hann eigi möguleika á að slá algjörlega í gegn á árinu ef hann fær það tækifæri sem hann á skilið. Ég hef fylgst vel með honum þegar ég hef verið að fylgjast með Bradley syni mínum. Hann er sterkur varnarmaður en hefur verið óheppinn með meiðsli." John Bostock (16 ára, Tottenham)„Miðjumaður og sá yngsti sem leikið hefur með Crystal Palace. Gekk til liðs við Spurs fyrir 700 þúsund pund síðasta sumar. Hann er gríðarlegt efni og ég get skilið það að þeir hjá Palace séu súrir yfir því að hafa misst hann fyrir svona lága upphæð. Lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í UEFA bikarnum í síðasta mánuði og gæti orðið stórstjarna." Adam Johnson (21. árs, Middlesbrough)„Ég hef heyrt mjög góða hluti um þennan leikmann og ég get trúað því að hann verði áberandi á árinu. Það er ótrúlegt að sjá hvað Middlesbrough framleiðir marga góða leikmenn. Það er saga sem segir að Steward Downing sé á förum og þá er Johnson tilbúinn að fylla skarðið. Hefur leikið fyrir U21 landsliðið og er að þróast í frábæran leikmann." Adam Lallana (20 ára, Southampton)„Ég hef séð nokkuð til Southampton á tímabilinu og Lallana skarar þar fram úr. Ég tel hann hafa það sem þarf til að spila í úrvalsdeildinni, kannski strax í þessum mánuði. Fulham reyndi að fá hann í sumar og þá hafa Arsenal og Tottenham áhuga. Hann er lágvaxinn en með mikla hæfileika. Mikilvægt að hann taki rétt skref ef hann ákveður að yfirgefa Southampton." Danny Welbeck (18 ára, Manchester United)„Það er frábært að sjá enskan leikmann í þessum gæðaflokki verða til hjá svona stóru félagi. Vakti athygli í sínum fyrsta leik með stórglæsilegu marki gegn Stoke. Sýndi með fagni sínu að hann er fullur sjálfstrausts. Við munum sjá mun meira til hans á árinu 2009." Freddie Sears (19 ára, West Ham)„Hefur sýnt það með vara- og unglingaliði West Ham að hann er fæddur markaskorari. Nú er það bara í hans höndum að vinna sér inn sæti í liðinu og fara að skora reglulega. Hann fær mikinn stuðning frá áhorfendum West Ham þegar hann spilar og það er gott. Ég vona að hann fái að spila meira svo hann geti sýnt hve góður leikmaður hann er." Jay Simpson (19 ára, Arsenal)„Ég horfði á leik með varaliði Arsenal á dögunum og Simpson heillaði mig mikið. Þá skoraði hann tvisvar í deildabikarleik með aðalliðinu á tímabilinu og ég tel að framtíðin sé ansi björt hjá honum. Það var verið að lána hann til West Brom til að hann öðlist reynslu í úrvalsdeildinni." Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Ian Wright, fyrrum markahrókur og núverandi pistlahöfundar The Sun, hefur tekið saman nöfn níu ungra enskra leikmanna sem eru líklegir til að springa út á því ári sem nú er hafið. Joe Lewis (21. árs, Peterborough)„Eins og allir aðrir þá var ég hissa þegar Fabio Capello valdi hann í landsliðshópinn fyrir tvo æfingaleiki síðasta sumar. Það eru ekki margir efnilegir markverðir á leiðinni svo það er mikilvægt að hlúa vel að þeim sem við eigum. Hefur verið mikilvægur hjá Peterborough á tímabilinu þó hann hafi átt erfiða byrjun."Michael Mancienne (20 ára, Chelsea)„Hefur mikla hæfileika og var því valinn í enska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi. Hann hefur hraða og svo virðist sem hann geti líka lesið leikinn vel. Hann hefur verið að gera góða hluti hjá Úlfunum þar sem hann hefur verið á láni. Mjög spennandi varnarmaður.Nedum Onuoha (22 ára, Manchester City)„Er þegar farinn að vekja athygli en ég held að hann eigi möguleika á að slá algjörlega í gegn á árinu ef hann fær það tækifæri sem hann á skilið. Ég hef fylgst vel með honum þegar ég hef verið að fylgjast með Bradley syni mínum. Hann er sterkur varnarmaður en hefur verið óheppinn með meiðsli." John Bostock (16 ára, Tottenham)„Miðjumaður og sá yngsti sem leikið hefur með Crystal Palace. Gekk til liðs við Spurs fyrir 700 þúsund pund síðasta sumar. Hann er gríðarlegt efni og ég get skilið það að þeir hjá Palace séu súrir yfir því að hafa misst hann fyrir svona lága upphæð. Lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í UEFA bikarnum í síðasta mánuði og gæti orðið stórstjarna." Adam Johnson (21. árs, Middlesbrough)„Ég hef heyrt mjög góða hluti um þennan leikmann og ég get trúað því að hann verði áberandi á árinu. Það er ótrúlegt að sjá hvað Middlesbrough framleiðir marga góða leikmenn. Það er saga sem segir að Steward Downing sé á förum og þá er Johnson tilbúinn að fylla skarðið. Hefur leikið fyrir U21 landsliðið og er að þróast í frábæran leikmann." Adam Lallana (20 ára, Southampton)„Ég hef séð nokkuð til Southampton á tímabilinu og Lallana skarar þar fram úr. Ég tel hann hafa það sem þarf til að spila í úrvalsdeildinni, kannski strax í þessum mánuði. Fulham reyndi að fá hann í sumar og þá hafa Arsenal og Tottenham áhuga. Hann er lágvaxinn en með mikla hæfileika. Mikilvægt að hann taki rétt skref ef hann ákveður að yfirgefa Southampton." Danny Welbeck (18 ára, Manchester United)„Það er frábært að sjá enskan leikmann í þessum gæðaflokki verða til hjá svona stóru félagi. Vakti athygli í sínum fyrsta leik með stórglæsilegu marki gegn Stoke. Sýndi með fagni sínu að hann er fullur sjálfstrausts. Við munum sjá mun meira til hans á árinu 2009." Freddie Sears (19 ára, West Ham)„Hefur sýnt það með vara- og unglingaliði West Ham að hann er fæddur markaskorari. Nú er það bara í hans höndum að vinna sér inn sæti í liðinu og fara að skora reglulega. Hann fær mikinn stuðning frá áhorfendum West Ham þegar hann spilar og það er gott. Ég vona að hann fái að spila meira svo hann geti sýnt hve góður leikmaður hann er." Jay Simpson (19 ára, Arsenal)„Ég horfði á leik með varaliði Arsenal á dögunum og Simpson heillaði mig mikið. Þá skoraði hann tvisvar í deildabikarleik með aðalliðinu á tímabilinu og ég tel að framtíðin sé ansi björt hjá honum. Það var verið að lána hann til West Brom til að hann öðlist reynslu í úrvalsdeildinni."
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira