Innlent

Þríeykið stofnar Hreyfinguna

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Þingmennirnir Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari hafa ákveðið að kljúfa sig úr Borgarahreyfingunni og stofna nýtt stjórnmálaafl, Hreyfinguna. Þetta kom fram á blaðamannafundi á Thorvaldsen í dag. Nýju stjórnmálahreyfingunni er ætlað að fylgja upprunalegri stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar og veita grasrótarhreyfingum rödd á Alþingi.

Borgarareyfingin fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í vor en undanfarna mánuði hefur hart verið tekist á innan hreyfingarinnar um menn og málefni.

Þráinn Bertelsson sagði skilið við hreyfinguna í sumar í kjölfar átaka innan þingflokksins um afstöðu til Evrópumála og tölvupósts sem Margrét sendi þar sem hún velti fyrir sér hvort Þráinn væri með alzheimer á byrjunarstigi.




Tengdar fréttir

Þríeykið boðar til blaðamannafundar

„Það kemur í ljós á blaðamannafundinum," sagði Þór Saari, aðspurður hvort að þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætli að segja skilið við hreyfinguna eða starfa áfram sem þingmenn hennar. Þríeykið hefur boðað til blaðamannafundar eftir hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×