Orkuöflun fyrir álver gæti tekið tugi ára 20. nóvember 2009 05:15 Uppbygging virkjana við Svartsengi hefur tekið um þrjátíu ár. Sérfræðingur í orkuöflun segir að best sé að byggja jarðhitasvæði hægt og rólega upp. Rannsóknum á svæðum sem nota á til öflunar orku fyrir álver í Helguvík er ekki lokið.fréttablaðið/valli Uppbygging jarðhitasvæða til orkuöflunar hefur tekið áratugi og ljóst er að slík svæði á Reykjanesi verða ekki tilbúin í bráð. Enn á eftir að rannsaka svæðin og óljóst er hve mikla orku þau gefa eða hvenær hún verður nýtanleg. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, bendir á að uppbygging á Nesjavöllum hafi tekið um tuttugu ár og í Svartsengi þrjátíu ár. Menn hefðu getað unnið hraðar, en best sé að uppbyggingin sé hófsöm og í skrefum. „Það er mjög mikil orka bundin í þessu og það er langt, langt umfram það sem við getum notað, en ég vil taka það fram að þetta er ekkert í hendi. En þegar menn eru að ræða um hvort nóg orka er aðgengileg fyrir álver af tiltekinni stærð skiptir tímaramminn gríðarlegu máli. Ef spurt er: Geturðu útvegað þessa orku árið 2012? er svarið væntanlega nei. Það er ekki hægt að útvega orkuna fyrir 360 þúsund tonna álver árið 2012, enda eru menn náttúrlega að hugsa um að byggja þetta upp í áföngum, á einhverjum óskilgreint löngum tíma. Það byggist auðvitað ekkert upp öðruvísi en orkan fáist.“ Ólafur segir að til að svara spurningum um hve mikil orka sé á svæðinu verði að halda rannsóknarborunum áfram. Þær standi allar meira eða minna fastar í leyfismálum. „Menn þurfa að halda þeim áfram á ákveðnum skynsamlegum hraða til að geta svarað þessum spurningum, um hve mikið og hvenær.“ Framkvæmdir eru hafnar við álver Norðuráls í Helguvík og stefnir fyrirtækið að því að það geti framleitt 360 þúsund tonn af áli árlega. Slíkt álver þarf 625 megavött af orku. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær er fyrirhugað að reisa álverið í fjórum níutíu þúsund tonna áföngum. Vonast er til að fyrsti áfanginn verði tilbúinn 2012. Miðað við þetta verður fullbúið 360 þúsund tonna álver tilbúið 2015 til 2016. Óvíst er þó hvaðan orkan í það mun koma. „Það er alltaf heppilegra að byggja jarðhitann frekar hægt upp. Það er eðli kerfanna, þetta er allt öðruvísi en vatnsaflið, þar þekkja menn ána og vita hve mikið vatn rennur í henni, þannig að hægt er að ganga að ákveðinni stærð af virkjun vísri. Í jarðhitanum er það reynslan sem sker úr um þetta. Þá er óvarlegt að fara af stað með mjög stór orkuver á einu litlu svæði.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segist litlar áhyggjur hafa. Samkvæmt mati á virkjanaáhrifum á suðvesturhorninu sé næg orka til fyrir álverið í Helguvík og aðra starfsemi. Orka Hellisheiðarvirkjunar hafi verið vanmetin, auk þess sem Landsvirkjun eigi enn óselda orku í kerfum sínum. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Uppbygging jarðhitasvæða til orkuöflunar hefur tekið áratugi og ljóst er að slík svæði á Reykjanesi verða ekki tilbúin í bráð. Enn á eftir að rannsaka svæðin og óljóst er hve mikla orku þau gefa eða hvenær hún verður nýtanleg. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, bendir á að uppbygging á Nesjavöllum hafi tekið um tuttugu ár og í Svartsengi þrjátíu ár. Menn hefðu getað unnið hraðar, en best sé að uppbyggingin sé hófsöm og í skrefum. „Það er mjög mikil orka bundin í þessu og það er langt, langt umfram það sem við getum notað, en ég vil taka það fram að þetta er ekkert í hendi. En þegar menn eru að ræða um hvort nóg orka er aðgengileg fyrir álver af tiltekinni stærð skiptir tímaramminn gríðarlegu máli. Ef spurt er: Geturðu útvegað þessa orku árið 2012? er svarið væntanlega nei. Það er ekki hægt að útvega orkuna fyrir 360 þúsund tonna álver árið 2012, enda eru menn náttúrlega að hugsa um að byggja þetta upp í áföngum, á einhverjum óskilgreint löngum tíma. Það byggist auðvitað ekkert upp öðruvísi en orkan fáist.“ Ólafur segir að til að svara spurningum um hve mikil orka sé á svæðinu verði að halda rannsóknarborunum áfram. Þær standi allar meira eða minna fastar í leyfismálum. „Menn þurfa að halda þeim áfram á ákveðnum skynsamlegum hraða til að geta svarað þessum spurningum, um hve mikið og hvenær.“ Framkvæmdir eru hafnar við álver Norðuráls í Helguvík og stefnir fyrirtækið að því að það geti framleitt 360 þúsund tonn af áli árlega. Slíkt álver þarf 625 megavött af orku. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær er fyrirhugað að reisa álverið í fjórum níutíu þúsund tonna áföngum. Vonast er til að fyrsti áfanginn verði tilbúinn 2012. Miðað við þetta verður fullbúið 360 þúsund tonna álver tilbúið 2015 til 2016. Óvíst er þó hvaðan orkan í það mun koma. „Það er alltaf heppilegra að byggja jarðhitann frekar hægt upp. Það er eðli kerfanna, þetta er allt öðruvísi en vatnsaflið, þar þekkja menn ána og vita hve mikið vatn rennur í henni, þannig að hægt er að ganga að ákveðinni stærð af virkjun vísri. Í jarðhitanum er það reynslan sem sker úr um þetta. Þá er óvarlegt að fara af stað með mjög stór orkuver á einu litlu svæði.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segist litlar áhyggjur hafa. Samkvæmt mati á virkjanaáhrifum á suðvesturhorninu sé næg orka til fyrir álverið í Helguvík og aðra starfsemi. Orka Hellisheiðarvirkjunar hafi verið vanmetin, auk þess sem Landsvirkjun eigi enn óselda orku í kerfum sínum. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira