Framherjinn Didier Drogba skoraði mark Fílabeinsstrandarinnar í 1-1 jafntefli gegn Malaví í E-riðli undankeppni HM 2010 í Afríku.
Malaví tók forystuna með marki á 64. mínútu en þá kom Drogba inn á sem varamaður fyrir Fílabeinsströndina og það tók hann bara tvær mínútur að finna netið og jafna leikinn.
Jafnteflið nægði Fílabeinsströndinni til þess að tryggja farseðilinn á lokakeppnina í Suður-Afríku næsta sumar.