Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári 6. júní 2009 05:15 Á Alþingi Hart hefur verið tekist á um Icesave og fleiri mál á Alþingi síðustu daga. Hefur þar reynt á þol Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til svara. Fráttablaðið/Anton Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira