Enski boltinn

Ákvörðun Kaka var sigur fyrir knattspyrnuna

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að ákvörðun Brasilíumannsins Kaka að ganga ekki í raðir Manchester City á dögunum sé afar þýðingarmikil fyrir knattspyrnuheiminn.

Fyrirhuguð kaup nýríkra City-manna á miðjumanninum hefðu slegið öll met ef af þeim hefði orðið og Wenger er einn þeirra sem andar léttar yfir málalokum.

"Það sem Kaka gerði var mikilvægt fyrir knattspyrnuna. Ég veit hvernig samning hann er með hjá Milan og aðrir stjórar vita það líka. Það var mjög þýðingarmikið að hann ákvað að fara ekki og það gæti verið tímamótaákvörðun. Það sem hann gerði gefur út þau skilaboð að þú getir ekki keypt hvað sem er fyrir peninga. Þetta gerir leiknum bara gott," sagði Frakkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×