Erlent

Sjúkraflutningamenn handtóku bankaræningja

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tveir sjúkraflutningamenn gerðu sér lítið fyrir og handsömuðu bankaræningja í Kaupmannahöfn í gær. Ræninginn kom hlaupandi út úr Nordea-bankanum með feng sinn og veittu sjúkraflutningamennirnir honum umsvifalaust eftirför á sjúkrabílnum. Þegar ræninginn stökk yfir girðingu hlupu mennirnir út úr bílnum og á eftir honum. Þeir náðu honum svo skömmmu síðar og höfðu hann undir. Lögregla kom svo á vettvang og smellti handjárnum á ræningjann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×