Innlent

Röskva boðar til setuverkfalls

Sigurður Kári Árnason hvetur sem flesta til þess að taka þátt í setuverkfallinu á morgun.
Sigurður Kári Árnason hvetur sem flesta til þess að taka þátt í setuverkfallinu á morgun.

„Það sem við leggjum til er að Háskólinn taki aftur upp sumarannir," segir Rösvkuliðinn og lögfræðineminn Sigurður Kári Árnason, sem hvetur nema til þess að' fjölmenna fyrir utan skrifstofu háskólarektors á morgun. Tilgangurinn er að fá uppteknar sumarannir í Háskóla Íslands þannig þeir tíu þúsund nemar sem eru í fullu námi og á námslánum geti iðkað nám sitt í stað þess að fara út á dauflegan atvinnumarkaðinn.

Sjálfur telur Sigurður Kári að það kosti ríkið tíu milljónir að halda 100 sumarpróf, sem myndi bjarga þeim þúsndi nema sem þurfa að borga að standa undir reglulegum afborgunum. Nú er tilvera þeirra í hættu í ljósi þess að atvinnuleysið hefur aldrei verið jafn mikið, eða um fimmtán þúsund einstkalingar sem þiggja atvinnuleysisbætur.

Seturverkfallið hefst klukkan átta í fyrramálið og þar verður setið til klukkan eitt eftir hádegi. Með þessari aðgerð vill Sigurður Kári bæði hvetja ríkisstjórnina til þess að hlúa að þeim þúsundum nema sem koma út á atvinnumarkaðinn til þess eins að fá enga vinnu.

Að sögn Sigurðar Kára er málið til skoðunar hjá menntamálaráðuneytinu og má búast við svari frá rektori háskólans, Kristínu Ingólfsdóttur, síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×