Enski boltinn

Emil á skotskónum fyrir Barnsley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton

Emil Hallfreðsson skoraði annað marka Barnsley sem nældi í stig gegn Newcastle. Lokatölur í þeim leik 2-2.

Aron Einar Gunnarsson var í liði Coventry og lék allan leikinn er liðið vann Peterborough, 3-2.

Ívar Ingimarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í liði Reading sem gerði 1-1 jafntefli gegn Scunthorpe. Brynjar Björn Gunnarsson mátti gera sér að góðu að verma tréverkið.

Kári Árnason lék svo allan leikinn fyrir Plymouth sem tapaði gegn Preston, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×