Enski boltinn

Mourinho kvittar ekki undir ræðu Benitez

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og núverandi þjálfari Inter á Ítalíu, tekur ekki undir reiðilestur Rafa Benitez í fyrradag þar sem hann sagði Sir Alex Ferguson stjóra Manchester United fá sérmeðferð.

Ræða Benitez á blaðamannafundi hefur vakið nokkra athygli, en þar las hann upp af blaði nokkur dæmi sem honum þóttu sanna að Ferguson og félagar fengju sérmeðferð frá dómurum - og að Skotinn kæmist einn upp með að gagnrýna dómara harðlega.

Jose Mourinho átt sjálfur ekki í sérstöku sambandi við Benitez eftir margar illvígar rimmur Chelsea og Liverpool á sínum tíma og hann segir Spánverjann skjóta framhjá með athugasemdum sínum.

"Ég spilaði oft á Old Trafford og vann þar nokkra sigra. Ég tók ekki eftir neinu undarlegu þar. Það er eðlilegt að dómari geti átt það til að láta 80,000 æsta stuðningsmenn hafa dálítil áhrif á sig," sagði Mourinho.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×