Enski boltinn

Parry mistókst að fá nýja eigendur til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool.
Rick Parry, framkvæmdarstjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt götublaðinu The Daily Mirror er ástæða þess að Rick Parry hættir sem framkvæmdarstjóri Liverpool í vor sú að honum mistókst að fá nýja eigendur til félagsins.

Þeir Tom Hicks og George Gillett, núverandi eigendur Liverpool, munu vera áhugasamir um að selja félagið fyrir rétt verð. Parry mun hafa átt í viðræðum við fjárfestingahóp frá einu arabaríkjanna um mögulega yfirtöku.

Blaðið heldur því hins vegar fram að þeir Hicks og Gillett hafi ákveðið að láta Parry fara þegar ljóst varð að ekkert kom úr þeim viðræðum.

Samkvæmt þessu er ástæðan fyrir brotthvarfi Parry úr starfi ekki valdabarátta hans við Rafael Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, eins og margir töldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×