Enski boltinn

Rooney klár annað kvöld

Nordic Photos/Getty Images

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United verður væntanlega í byrjunarliðinu annað kvöld þegar meistararnir sækja Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni.

Rooney var ekki með United í bikarúrslitaleiknum um helgina vegna flensu en æfði með liðinu í gær og í dag.

"Rooney er hress. Hann æfði í gær og í dag og verður klár á morgun," sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri í samtali við Sky í dag.

John O´Shea er hinsvegar tæpur fyrir leikinn annað kvöld eftir að hafa meiðst á hæl í úrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×