Enski boltinn

Kinnear má snúa aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar

Joe Kinnear hefur fengið leyfi lækna til að snúa aftur í knattspyrnustjórn. Kinnear þurfti að láta af störfum hjá Newcastle á síðasta tímabili eftir aðgerð sem hann gekkst undir.

Hann er staðráðinn í að gerast knattspyrnustjóri á nýjan leik en svo gæti farið að hann myndi snúa aftur til Newcastle. Mike Ashley er enn að reyna að selja félagið og gæti Kinnear tekið við liðinu til bráðabirgða meðan það ferli er í gangi.

„Mike gaf mér upphaflega tækifæri til að taka við Newcastle og ég á honum mikið að þakka. Því er ég svo sannarlega til í að aðstoða hann ef hann vill," sagði Kinnear.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×