Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir gripdeild og þjófnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mYND ÚR SAFNI
Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir gripdeild og þjófnaði.

Maðurinn fór meðal annars á bar veitingastaðarins Lækjarbrekku þann 9. júlí síðastliðinn og tók þaðan Whisky flösku. Hann var stöðvaður á leiðinni út af veitingastaðnum án þess að hafa greitt fyrir flöskuna. Nokkrum dögum síðar stal hann sjö flöskum af kardimömmudropum úr Hagkaup við Smáralind.

Hann tók sex vínflöskur úr víngeymslu á Hótel Sögu í september og kom þeim fyrir í svörtum bakpoka en var stöðvaður áður en hann yfirgaf vettvang.

Maðurinn hefur ítrekað verið dæmdur fyrir brot á undanförnum árum, einkum gripdeildir og þjófnaði, en einnig umferðalagabrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×