Enski boltinn

Torres meiddur en Gerrard með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard og Fernando Torres í leik með Liverpool.
Steven Gerrard og Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres verður ekki með Liverpool sem mætir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Hins vegar er búist við því að Steven Gerrard verði með.

Gerrard lék með Liverpool er liðið tapaði fyrir Middlesbrough um helgina en fór meiddur af velli undir lok leiksins. Það hefur nú verið staðfest að Gerrard fékk krampa og er því ekki meiddur.

Alvaro Arbeloa og Daniel Agger eru meiddir rétt eins og Torres og verða því ekki með. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að Arbeloa yrði frá í eina viku til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×