Enski boltinn

Benitez: Þetta var óneitanlega mjög svekkjandi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í dag eftir 3-1 tap gegn Fulham þar sem tveir leikmenn Liverpool fengu að líta rauða spjaldið.

Benitez útskýrði jafnframt fyrir fjölmiðlum af hverju hann hafi tekið markaskorarann Fernando Torres af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Þetta var óneitanlega mjög svekkjandi því það var bara eitt lið á vellinum áður en þeir skoruðu sitt fyrsta mark. Það sama kom í raun og veru upp á teninginn í síðari hálfleik. Þeir komust yfir á nýjan leik eftir að við höfðum yfirspilað þá.

Ég neyddist hins vegar til þess að taka Fernando af velli þar sem hann hefur verið tæpur undanfarið og æfði meiddur fyrir þennan leik. Við vissum fyrir leikinn að hann myndi ekki spila allan leikinn. Þetta var aðeins spurning hvenær en ekki hvort hann myndi verða tekinn af velli," sagði svekktur Benitez í leikslok í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×