Fótbolti

Carew: Þetta var víti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Carew í leik með félagsliði sínu, Aston Villa.
John Carew í leik með félagsliði sínu, Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
John Carew vildi fá víti þegar hann féll í íslenska vítateignum undir lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvellinum í gær.

Ísland og Noregur gerðu jafntefli, 1-1, og vildi Carew meina að Kristján Örn Sigurðsson hafi brotið á sér þegar hann var við það að sleppa inn fyrir íslensku vörnina.

„Þetta var klárt víti. Hann var alveg í hælunum mínum og ég náði ekki að klára færið. Ég ætlaði að ná skoti en náði því ekki," sagði Carew í samtali við norska fjölmiðla.

En Carew var þó á þeirri skoðun að Ísland hefði átt skilið að vinna leikinn.

„Þeir fengu bestu færin í leiknum og voru betri en við. Það voru okkur mikil vonbrigði að við náðum ekki að spila betur þegar sæti í umspilinu var í húfi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×