Enski boltinn

Varnarleikur Everton fór í taugarnar á Benitez

AFP

Rafa Benitez stjóri Liverpool virkaði önugur eftir að hans menn máttu sætta sig við annað jafnteflið á sex dögum á Anfield gegn grönnum sínum í Everton í dag.

Joleon Lescott kom Everton yfir í leiknum í dag en Steven Gerrard kom liði sínu enn og aftur til bjargar þegar hann jafnaði í síðari hálfleik.

Liðin þurfa því að eigast við á ný á Goodison Park og sigurvegarinn mætir Aston Villa eða Doncaster á heimavelli í 16-liða úrslitunum.

"Aðeins annað liðið kom til að reyna að sigra í dag. Annað liðið mætti til leiks með tíu menn fyrir aftan boltann og reyndi að forðast tap. Við áttum þennan leik frá upphafi til enda, en þeir skoruðu úr eina færi sínu í leiknum í kjölfar mistaka okkar," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×