Enski boltinn

Arsenal skorar mest undir lokin

Nicklas Bendtner, Samir Nasri og Emmanuel Adebayor
Nicklas Bendtner, Samir Nasri og Emmanuel Adebayor AFP

Arsenal er afkastamesta liðið í markaskorun í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að mörkum skoruðum á síðustu tíu mínútum leikja.

Arsenal hefur þannig skorað 11 af 37 mörkum sínum á síðustu tíu mínútunum. Nýlegt dæmi um seiglu Arsenal manna undir lokin var 3-1 sigur liðsins á Hull þar sem Samir Nasri og Nicklas Bendtner skoruðu á 82. og 86. mínútu og tryggðu liðinu dýrmætan sigur.

Everton er ekki síðra í þessum efnum þegar litið er á markahlutfall á síðustu tíu mínútunum, því liðið hefur skorað 9 af 30 mörkum sínum í lok leikjanna.

Nýlegt dæmi um það var gullmark Tim Cahill fyrir Everton í leiknum við Liverpool í gærkvöld þar sem Ástralinn tryggði liðinu 1-1 jafntefli við erkifjendur sína.

Chelsea skorar lítið í lokin
Cahill hefur skorað mikilvæg mörk fyrir EvertonAFP
Liverpool hefur skorað sinn skerf af mörkum á síðustu tíu mínútunum - eða 8 af 36 mörkum sínum. Aston Villa 37/8, Blackburn 25/8 og Manchester-liðin United 34/8 og City 39/8 hafa einnig skorað átta mörk í lokin.

Á botninum í þessum tölfræðiflokki situr Fulham með aðeins tvö af nítján mörkum sínum á síðustu tíu mínutunum.

Þá vekur athygli að Chelsea, sem stal sigrinum á ævintýralegan hátt gegn Stoke með tveimur mörkum í blálokin á dögunum, er í fjórða neðsta sæti með aðeins fjögur af 42 mörkum sínum í lokin.

Lið-Mörk-Mörk á síðustu 10 mínútunum:

Arsenal 37-11

Everton 30-9

Aston Villa 37-8

Blackburn 25-8

Liverpool 36-8

Man City 39-8

Man United 34-8

Hull City 29-7

Newcastle 28-7

Sunderland 23-7

Tottenham 21-7

Middlesbrough 18-6

Stoke City 19-5

West Brom 20-5

Wigan 25-5

Bolton 22-4

Chelsea 42-4

West Ham 29-4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×