Enski boltinn

Deco þarf meiri tíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Deco hefur ekki verið að leika nægilega vel.
Deco hefur ekki verið að leika nægilega vel.

Ray Wilkins, aðstoðarmaður Luis Felipe Scolari hjá Chelsea, segir að portúgalski miðjumaðurinn Deco þurfi meiri tíma til að aðlagast. Eftir lofandi byrjun þá hefur Deco ekki staðið undir væntingum að undanförnu.

„Hann fékk mikið lof fyrir sína fyrstu leiki en auðvitað lenda allir leikmenn í lægð. Ég hef samt fulla trú á því að hann muni finna sig," sagði Wilkins sem biður stuðningsmenn Chelsea að sýna honum þolinmæði.

Didier Drogba hefur verið orðaður við Manchester City en Wilkins segir að málið sé ekki flókið. „Didier verður ekki seldur," sagði Wilkins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×