Fótbolti

Nígeríumenn vilja Gullit eða Hiddink til að stýra liðinu á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink gæti farið á HM eftir allt saman.
Guus Hiddink gæti farið á HM eftir allt saman. Mynd/AFP

Nígeríumenn eru á leiðinni á HM í Suður-Afríku næsta sumar en það gæti farið svo að þjálfarinn sem kom þeim þangað, Shuaibu Amodu, víki fyrir erlendum þjálfara þegar kemur að úrslitakeppninni á næsta ári.

Hollendingarnir Ruud Gullit og Guus Hiddink hafa verið nefndir til sögunnar í nígerískum fjölmiðlum sem og Ítalinn Giovanni Trapattoni sem er þó samningsbundinn Írum.

Nígería tapaði ekki leik í undankeppninni, vann 3 leiki og gerði 3 jafntefli. Liðið hlaut einu stigi meira en Túnis sem sat eftir með sárt ennið. Obafemi Martins tryggði Nígeríu 3-2 sigur á Keníu með tveimur mörkum.

Shuaibu Amodu hefur þjálfað nígeríska landsliðið frá árinu 2008 en hann þjálfaði einnig landsliðið 1994-95, 1998-99 og 2001-02. Árið 2002 kom hann einnig Nígeríu á HM en fékk ekki að stýra liðinu í lokaúrslitunum í Suður-Kóreu og Japan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×