Enski boltinn

Redknapp á yfir höfði sér lögsókn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, á yfir höfði sér lögsókn vegna meintra bókhaldssvika.

Þetta var staðfest á heimasíðu Tottenham í gær en þar sagði að Redknapp nyti fulls stuðnings félagsins vegna málsins.

Redknapp er grunaður um skjala- og bókhaldssvik en málið komst fyrst í fréttir árið 2007 þegar Redknapp var handtekinn vegna málsins.

Redknapp hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×