Enski boltinn

Laursen frá í tvo mánuði eftir uppskurð

Laursen er danskur landsliðsmaður
Laursen er danskur landsliðsmaður NordicPhotos/GettyImages

Danski varnarjaxlinn Martin Laursen hjá Aston Villa verður ekki með liði sínu næstu tvo mánuðina eða svo eftir að hafa gengist undir hnéuppskurð.

Danski landsliðsmaðurinn hefur verið lykilmaður í vörn Villa í vetur og er þetta því nokkuð áfall fyrir spútnikliðið frá Birmingham sem virðist ætla að blanda sér af alvöru í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni í vetur.

Meiðsli Laursen þýða að þeir Zat Knight og Carlos Cuellar munu líklega berjast um að vinna sér sæti í miðvarðarstöðunni við hlið Curtis Davies.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×