Enski boltinn

West Ham og Sheff. Utd ná sáttum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez skoraði mikilvæg mörk fyrir West Ham.
Tevez skoraði mikilvæg mörk fyrir West Ham. Nordic Photos/Getty Images

West Ham og Sheff. Utd hafa loksins náð sáttum í málinu endalausa um Carlos Tevez. Samkomulag náðist áður en málið fór fyrir dómara og virðist vera almenn sátt um málalok.

Tevez var í lykilhlutverki hjá West Ham leiktíðina 2006-07 þegar félagið hélt naumlega sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en Sheff. Utd féll. Sheffield hélt því fram að Tevez hefði verið ólöglegur og óháður réttur taldi félagið eiga rétt á skaðabótum frá West Ham.

Ekki var gefið upp hversu mikið Sheff. Utd fékk frá Íslendingafélaginu en BBC telur sig hafa heimildir fyrir því að upphæðin sé í kringum 15 milljónir punda.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×