Enski boltinn

Fuller og Griffin sáttir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fuller fær rautt fyrir að slá samherja.
Fuller fær rautt fyrir að slá samherja.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, segir að þeir Ricardo Fuller og Andy Griffin hafi sæst. Fuller var rekinn af velli síðasta sunnudag fyrir að slá Griffin í miðjum leik gegn West Ham.

Pulis ætlar ekki að selja Fuller eins og einhverjir spáðu. „Ric og Griff hafa beðið hvorn annan afsökunar og einnig hópnum í heild sinni. Þeim hefur verið refsað og málinu er nú lokið," sagði Pulis.

„Ric á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum og hann er ekki á leið burt. Við áttum mjög góðan fund með öllum og eins og ég hef áður sagt þá höfum við frábæra karaktera í okkar hóp. Þetta atvik olli mér miklum vonbrigðum en það er gott að málinu sé lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×