Innlent

Formaður Framsóknarflokksins býr sig undir stjórnarandstöðuhlutverk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ólíklegt að Framsóknarflokkurinn taki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með vinstri flokkunum. Mynd/ GVA.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir ólíklegt að Framsóknarflokkurinn taki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með vinstri flokkunum. Mynd/ GVA.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, gengur út frá því að flokkurinn verði í stjórnarandstöðu á næstunni.

Egill Helgason fjölmiðlamaður segist, á vef sínum í dag, hafa heimildir fyrir því að vilji sé innan beggja stjórnarflokkanna fyrir því að taka Framsóknarflokkinn með inn í stjórnarsamstarfið. Sigmundur segir að málið hafi ekkert verið rætt við sig eftir kosningar og finnst ólíklegt að af þessu verði.

„Það er ljóst að þessir flokkar hafa meirihlutann sem þarf. Og ef það ætti að vera eitthvað til umræðu, þá yrði það ekki öðruvísi en að því fylgdi að það yrði farið út í verulega róttækar aðgerðir í efnahagsmálum," segir Sigmundur Davíð. Hann segist ekki vera viss um að Samfylkingin og VG séu tilbúnir til að fara í slíkar aðgerðir. „Þannig að, eins og ég segi, mér finnst ekkert líklegt að af slíku yrði," segir Sigmundur Davíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×