Enski boltinn

Moyes ekki sáttur með að spila á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes fagnar sigri með lærisveinum sínum um helgina.
David Moyes fagnar sigri með lærisveinum sínum um helgina. Mynd/GettyImages

David Moyes, stjóri Everton, er ekki ánægður með að undanúrslitaleikir enska bikarsins skuli fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í Lundúnum.

"Það er frábært að vera kominn alla leið í undanúrslit en ég vildi frekar að leikurinn væri spilaður annarstaða en á Wembely. Ég held að enginn vilji spila undanúrslitaleikina á vellinum því þar ætti aðeins úrslitaleikurinn að fara fram," sagði Moyes.

Enska knattspyrnusambandið ákvað árið 2003, fjórum árum áður en byggingu nýja Wembley lauk, að síðustu þrír leikir enska bikarsins á hverju ári færu fram á Wembley. Fram að þeim tíma fóru undanúrslitaleikirnir fram á hlutlausum völlum og var oftast spilað á Villa Park, Old Trafford eða Hillsborough.

Hluti af skýringunni af hverju undanúrslitaleikirnir voru færðir á Wembley var að það var ein leiðin til þess að borga upp þann gríðarlega kostnað við byggingu leikvangsins.

Everton mætir ensku meisturunum í Manchester United í undanúrslitunum eftir að hafa snúið 0-1 tapi í 2-1 sigur í seinni hálfleik á móti Middlesbrough um helgina. Everton var þar með komið í undanúrslitaleikinn í fyrsta sinn í fjórtán ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×