Enski boltinn

Ætli stuðningsmenn Arsenal séu ekki orðnir leiðir á Drogba?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Drogba fagnar öðru marka sinna á móti Arsenal í gær.
Didier Drogba fagnar öðru marka sinna á móti Arsenal í gær. Mynd/AFP

Didier Drogba reyndist Arsenal enn á ný erfiður þegar kappinn skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Chelsea á Emirates-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Drogba hefur þar með skorað 10 mörk í síðustu 9 leikjum sínum á móti nágrönnunum í Lundúnum.

Drogba hefur skorað í sex af þessum níu leikjum frá og með 2005-2006 keppnistímabilinu en hann hefur meðal annars fjórum sinnum skorað sigurmark Chelsea í þessum leikjum og þetta var í fjórða sinn sem hann skorar tvennu á móti Arsenal.

Chelsea hefur unnið átta af þessum níu leikjum og eini leikurinn sem liðið vann ekki á móti með Didier Drogba innanborðs endaði með jafntefli. Þess má geta að Drogba hefur skorað fjórum mörkum meira en allt Arsenal-liðið í þessum níu leikjum.

Leikir og mörk Didier Drogba á móti Arsenal frá 2005-06

2005-2006

7. ágúst Samfélagsskjöldurinn 2-1 sigur, 2 mörk

21. ágúst deildin 1-0 sigur, 1 mark (sigurmark)

18. desember deildin 2-0 sigur, 0 mörk

2006-2007

10. desember deildin, 1-1 jafntefli, 0 mörk

25. febrúar deildarbikarin 2-1 sigur, 2 mörk (sigurmark)

2007-2008

23. mars deildin 2-1 sigur, 2 mörk (sigurmark)

2008-2009

18. apríl enski bikarinn 2-1 sigur, 1 mark (sigurmark)

10.maí deildin 4-1 sigur, 0 mörk

2009-2010

29. nóvember deildin 3-0 sigur, 2 mörk

Samantekt:

Leikir 9

Sigurleikir Chelsea 8

Jafntefli

Sigurleikir Arsenal 0

Mörk Drogba 10

Mörk Arsenal 6

Sigurmörk Drogba 4

Tvennur Drogba 4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×