Erlent

Fjórir skotnir -gíslar teknir

Óli Tynes skrifar

Að minnsta kosti fjórir hafa verið skotnir og margir gíslar eru í haldi í bænum Binghamton í New York fylki.

Þetta mun hafa gerst við innflytjendaskrifstofu. Byssumaðurinn er sagður vopnaður öflugum riffli.

Sérsveit lögreglunnar er komin á vettvang. Við segjum nánari fréttir af þessu eftir því sem þær berast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×