Enski boltinn

Zola: Hines átti skilið að sviðsljósinu yrði beint að sér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Zavon Hines.
Zavon Hines. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham gat andað léttar eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Aston Villa á Upton Park-leikvanginum í gærkvöld en þetta var aðeins annar sigur Lundúnafélagsins í ellefu leikjum það sem af er tímabilið í ensku úrvalsdeildinni.

Zola hrósaði sérstaklega hinum tvítuga framherja Zavon Hines sem kom inná fyrir hinn meidda Carlton Cole eftir hálftíma leik og fiskaði vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks auk þess að skora sigurmarkið með snyrtilegum hætti í uppbótartíma.

„Í hvert skitpi sem Zavon hefur fengið tækifæri á að spila þá hefur hann verið frábær og hann átti því skilið að sviðsljósinu yrði beint að honum í leikslok. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og fyrir hönd West Ham. Ef hann heldur áfram að læra og vinna í sínum leik þá á hann eftir að ná langt," segir Zola um Hines.

Hines lék sinn fyrsta leik með 21-árs landsliði Englands á dögunum og skoraði þá tvö mörk og West Ham bindur því væntanlega vonir við að þarna sé mættur framtíðarleikmaður enska landsliðsins en hann þykir minna mjög á framherjann Jermain Defoe hjá Tottenham sem steig sín fyrstu skref í ensku úrvalsdeildinni með West Ham á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×