Enski boltinn

Gæti ekki hafnað risatilboði

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, segir að það þyrfti risatilboð til að hann myndi íhuga að selja paragvæska sóknarmanninn Roque Santa Cruz.

Blackburn hefur þegar neitað 12 milljón punda boði frá Manchester City.

Allardyce viðurkennir að ef um 40 milljón punda boð kemur í leikmanninn verði þó ekki hægt að hafna því. „Ég býst ekki við því að neinn muni bjóða svo háa upphæð í Roque. Ef það kæmi þá þyrfti ég að segja já. Ég held að stjórnin yrði ekki sátt við annað," sagði Allardyce.

„Mikilvægi Roque fyrir okkur er meira en það verðmæti sem önnur lið eru tilbúin að borga fyrir hann," sagði Allardyce. Blackburn er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×