Innlent

Bjóða fyrrum vistmönnum Silungapolls viðtöl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vistheimilisnefndin rannsakar nú málefni Silungapolls meðal annars. Mynd/ GVA.
Vistheimilisnefndin rannsakar nú málefni Silungapolls meðal annars. Mynd/ GVA.
Nefnd sem kannar starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn kannar um þessar mundir starfsemi vistheimilisins Reykjahlíðar, heimavistaskólans Jaðars og vistheimilisins Silungapolls. Um helgina birti nefndin auglýsingar í fjölmiðlum þar sem þess var óskað að fyrrverandi vistmenn Silungapolls, sem vilja veita nefndinni upplýsingar um dvöl sína, hafi samband við nefndina til að fá viðtalstíma.

Í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að ástæða þessara auglýsinga sé sú að á vistheimilinu Silungapolli hafi líklega verið á annað þúsund einstaklingar vistaðir á starfstíma þess. Þá liggi ekki fyrir heildstæðar upplýsingar um þá vistmenn sem þar dvöldu og þar af leiðandi töluverðum erfiðleikum háð að bjóða fyrrverandi vistmönnum bréflega að koma til viðtals við nefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×