Innlent

Samþykktu dag gegn einelti

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að ákveðinn dagur ár hvert verði helgaður baráttu gegn einelti í borginni samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að áhersla verður lögð á að koma í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga, en einnig verður hugað að einelti í víðara skilningi.

Efnt verður til málþings í samráði við frjáls félagasamtök og fagaðila í því skyni að vekja borgarbúa til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar eineltis.

Borgarstjórn hefur falið mannréttindaráði að móta tillögur um nánari útfærslu verkefnisins í samráði við menntaráð og leikskólaráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×