Enski boltinn

United yfir í hálfleik gegn Chelsea

Löndunum Ricardo Carvalho og Cristiano Ronaldo lenti saman í fyrri hálfleik og fengu báðir gult spjald
Löndunum Ricardo Carvalho og Cristiano Ronaldo lenti saman í fyrri hálfleik og fengu báðir gult spjald AFP

Manchester United hefur 1-0 forystu gegn Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til hálfleiks.

Leikurinn var jafn framan af eins og við mátti búast en heimamenn í Manchester United settu mikla pressu á Chelsea á lokamínútum hálfleiksins.

Markið skoraði varnarmaðurinn Nemanja Vidic með hörkuskalla á fjarstönginni eftir að Dimitar Berbatov hafði framlengt hornspyrnu Ryan Giggs með höfðinu.

Skömmu áður hafði United reyndar skorað annað mark eftir hornspyrnu en það var réttilega dæmt af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×