Enski boltinn

Wenger: Við getum unnið deildina

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal var kokhraustur eftir 3-0 sigur liðs síns gegn Tottenham á Emirates-leikvanginum í dag. Wenger var spurður í leikslok hvort að Arsenal gæti unnið enska titilinn og Frakkinn var ekki lengi að svara.

„Hef ég trú á því að við getum unnið deildina? Já, ég hef trú á því. Ég sagði það fyrir tímabilið og ég segi það enn nú að við erum með nógu góðan leikmannahóp til þess. Við viljum sýna stöðugleika í okkar leik og það getur verið erfitt. Ég hef hins vegar fulla trú á liðinu og við erum með þetta í okkar höndum.

Miðað við spilamennsku okkar til þessa finnst mér við vera með of fá stig miðað við það sem við ættum skilið. Við verðum hins vegar að halda okkar striki áfram," segir Wenger ákveðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×